Heimslisti kvenna: In Gee Chun á uppleið

Nýr heimslisti kvenna var birtur í gær og eru nokkrar breytingar á efstu 10 kylfingunum. Helst má nefna að In Gee Chun fer upp um þrjú sæti, eftir að hafa endað í 3. sæti á Keb Hana Bank mótinu á LPGA mótaröðinni um síðustu helgi. Chun situr nú í 4. sæti listans.

Anna Nordqvist, Shanshan Feng og Ariya Jutanugarn falla allar niður um eitt sæti og sitja nú í 5., 6. og 7. sæti listans. Inbee Park fellur einnig niður um eitt sæti, niður í það 11., en hún kom ný inn á topp 10 listann í síðustu viku. Brooke M. Henderson er því aftur komin í 10. sætið.

Jin Young Ko, sem sigraði á Keb Hana Bank mótinu um síðustu helgi, fer upp um 12 sæti og situr nú í 21. sæti listans.

Hér má sjá listann í heild sinni.