Heimslisti kvenna: Henderson á meðal 10 efstu

Brooke M. Henderson, sigurvegari Lotte Championship mótsins á LPGA mótaröðinni, er komin upp í sjöunda sæti heimslistans á nýbirtum lista. Hún fer upp um fimm sæti milli vikna en fyrir var hún í 12. sætinu.

Henderson hefur best verið í öðru sæti heimslistans en árið 2016 var hún þar um nokkurra vikna skeið eftir að hafa unnið KPMG PGA meistaramóti kvenna sem er eitt af risamótunum fimm.

Ko Jin-Young er enn í efsta sæti listans og hefur hún nú verið þar í samtals þrjár vikur. Bilið milli hennar og Sung Hyung Park, sem er í öðru sæti listans, er rúmlega hálft stig og því líkegt að Jin-Young verði í efsta sætinu einhvern tíma í viðbót.

Listann í heild sinni má sjá hérna.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is