Heimslisti kvenna: Georgia Hall upp um 29 sæti

Georgia Hall sigraði á sínu fyrsta risamóti um helgina þegar hún bar sigur úr býtum á Richo Opna breska kvennamótinu. Þetta er fyrsta árið sem Hall er með fullan þátttökurétt á LPGA mótaröðinni og hefur hún svo sannarlega nýtt það vel.

Eftir sigur helgarinnar er Hall komin í 10. sæti heimslistans á nýbirtum heimslista og fór hún því upp um 29 sæti milli vikna. Það sem meira er þá er Hall eini evrópski kylfingurinn sem er á meðal 10 efstu kvenna í heiminum.

Ariya Jutanugarn er sem fyrr í efsta sæti heimslistans með 8,06 stig. So Yeon Ryu er komin upp í annað sætið með 7,58 stig eftir að hafa endaði ein í þriðja sæti um helgina.