Heimslisti kvenna: Chun fer upp um 15 sæti

Heimslisti kvenna í golfi var uppfærður á mánudaginn eftir mót helgarinnar á stærstu mótaröðum heims. Á LPGA mótaröðinni fór fram Keb Hana Bank meistaramótið þars sem In Gee Chun stóð uppi sem sigurvegari.

Fyrir vikið fór Chun upp um 15 sæti á heimslistanum og situr hún nú í 12. sæti með 4,79 stig.

Minjee Lee, sem endaði í 3. sæti í mótinu, fer sömuleiðis upp listann og situr nú í 5. sæti með 5,75 stig.

Sung Hyun Park er sem fyrr í efsta sæti með 8,18 stig og Ariya Jutanugarn, sem endaði í þriðja sæti um helgina, er í öðru sæti heimslistans með 7,87 stig.

Þrír íslenskir kylfingar eru á heimslista kvenna í golfi. Það eru þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (299. sæti), Valdís Þóra Jónsdóttir (401) og Guðrún Brá Björgvinsdóttir (1140).

Hér er hægt að sjá heimslistann í heild sinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is