Heimslisti kvenna: Ariya Jutanugarn orðin efst

Heimslisti kvenna var birtur í gær og er það nú ljóst að nýr kylfingur trónir á toppnum. Það er hin tælenska Ariya Jutanugarn, en henni tókst að stela sætinu af Lydiu Ko, sem hefur trónt á toppnum síðustu 84 vikur, eða frá því í febrúar 2015.

Það var sigur Ariya á Manulife LPGA Classic mótinu, sem fram fór nú um helgina, sem gerði útslagið og er hún nú með 8.78 stig að meðaltali. Lydia Ko er þó ekki langt undan en hún er með 8.34 sitg að meðaltali. 

Engar aðrar breytingar urðu á topp 10 kylfingunum þessa vikuna. Hástökkvari vikunnar eru hin bandaríska Elizabeth Szokol, en hún fer upp um 312 sæti og situr nú í 631. sæti. 

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, fer niður um 4 sæti og situr nú í 500. sæti. Henni tókst ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á Manulife LPGA Classic mótinu um nýliðna helgi. Valdís Þóra Jónsdóttir fer niður um 7 sæti og situr nú í 601. sæti. 

Lydia Ko er fallin úr efsta sætinu á Heimslista kvenna eftir að hafa setið þar í 84 vikur.