Heimslisti karla: Willett fór upp um 186 sæti

Englendingurinn Danny Willett er hástökkvari vikunnar á heimslista karla í golfi eftir sigurinn á DP World Tour Championship sem fór fram á Evrópumótaröð karla.

Willett er nú kominn upp í 90. sæti en hann var í 276. sæti fyrir helgina. Hann er þó enn langt frá sinni bestu stöðu en hann komst upp í 9. sæti árið 2016 þegar hann vann Masters mótið.

Charles Howell III, sem sigraði á RSM Classic á PGA mótaröðinni, fór upp um 23 sæti og situr nú í 61. sæti. Líkt og hjá Willett er það nokkuð frá hans bestu stöðu en hann var í 15. sæti árið 2003.

Af efstu kylfingum heims ber það helst að nefna að Justin Rose er aftur kominn upp í efsta sætið. Brooks Koepka er því aftur kominn í annað sætið en þeir hafa verið að skipta þessum sætum milli sín undanfarnar vikur.

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimlista karla.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is