Heimslisti karla: Wade Ormsby rýkur upp listann

Nýr heimslisti var birtur í gær og er ein breyting á efstu tíu mönnunum. Henrik Stenson og Rickie Fowler hafa sætaskipti og er Stenson nú kominn í áttunda sætið og Fowler það níunda. Dustin Johnson situr sem fastast í efsta sæti og hefur hann nú setið þar í 40 vikur. Bilið milli hans og Jordan Spieth er rétt tæplega tvö stig og stendur því bilið í stað milli vikna.

Wade Ormsby, sem sigraði á sínu fyrstu Evrópumóti nú um helgina þegar að hann bar sigur úr býtum á UBS Hong Kong Open mótinu, fer upp um 201 sæti milli vikna og situr nú í 118. sæti heimslistans.

Sigurvegari Opna ástralska mótsins, Cameron Davis, er kominn upp í 229. sæti heimslistans og fer því upp um 1265 sæti milli vikna.