Heimslisti karla: Tiger Woods aftur á meðal 100 efstu

Nýr heimslisti var birtur á sunnudagskvöldið eftir að Mastersmótinu lauk og eins og greint var frá í gær þá er Patrick Reed, sigurvegari mótsins, kominn upp í 11. sæti heimslistans. Nánar má lesa um það hérna.

Á nýjum lista er nýr maður á meðal 100 efstu, maður sem þarft vart að kynna. Eftir að hafa verið í 656. sæti heimslistans í byrjun árs er hann kominn í 88. sætið eftir að hafa endaði jafn í 32. sæti. Þetta er að sjálfsögðu Tiger Woods.

Woods hefur ekki verið á meðal 100 efstu í rúmlega 3 ár, eða síðan 21. mars árið 2015. Hann er nú með að meðaltali 1,5046 stig á meðan efsti maður listans, Dustin Johnson, er með 9,9740 stig. Woods á því enn töluvert í land með að komast í efsta sæti heimslistans, en hann var þar síðast 3. maí árið 2014.