Heimslisti karla: Sigurvegarar helgarinnar taka stórt stökk

Nýr heimslisti karla var birtur í morgun og er engar breytingar á efstu 10 mönnum listans. Dustin Johnson er sem fyrr í efsta sætinu og hefur hann nú verið þar samfleytt í fimm vikur. Samtals hefur hann verið í efsta sætinu í 91 viku sem þýðir að hann vantar aðeins fimm vikur til viðbótar til að komast fram úr Rory McIlory yfir flestar vikur í efsta sæti listans.

Sigurvegarar helgarinnar taka báðir stórt stökk. Sung Kang sem vann AT&T Byron Nelson mótið fer upp um 63 sæti og er hann nú í 75. sæti heimslistans.

Marcus Kinhult sem vann Betfred British Masters mótið á Evrópumótaröðinni fer upp í 112. sæti en fyrir sigurinn var hann í 203. sæti. Kinhult hefur aldrei verið ofar á listanum.

Hérna má sjá listann í heild sinni.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is