Heimslisti karla: Sigurvegarar helgarinnar komnir á meðal 50 efstu

Nýr heimslisti karla var birtur í morgun eftir mót helgarinnar. Sigurvegari helgarinnar á PGA mótaröðinni, Kevin Na, er kominn aftur á meðal 50 efstu eftir töluverðan tíma fyrir utan topp 50. Fyrir helgina var hann í 65. sæti listans en er nú í 41. sæti.

Russell Knox sem sigraði á Dubai Duty Free Irish Open mótinu á Evrópumótaröðinni er einnig kominn á meðal 50 efstu. Fyrir helgina var hann í 87. sæti en er nú kominn í 49. sæti.

Dustin Johnson er enn í efsta sætinu og hefur hann nú verið þar í samtals 68 vikur.

Hérna má sjá listann í heildi sinni.