Heimslisti karla: Rose aftur kominn í efsta sætið

Englendingurinn Justin Rose er kominn upp í efsta sæti heimslistans eins og vitað var áður en nýr heimslisti var gefinn út í morgun. Rose sigraði á Turkish Airlines Open mótinu um helgina sem er eitt af síðustu mótum tímabilsins á Evrópumótaröðinni.

Vitað var fyrir mótið að Rose gæti komist upp í efsta sætið með sigri í Tyrklandi en hann hafði betur gegn Haotong Li í bráðbana um sigurinn.

Rose er nú að byrja þriðju vikuna sína í efsta sæti heimslistans.

Bryson DeChambeau, sem sigraði á Shriners Hospitals for Children Open fer einungis upp um eitt sæti og situr nú í 5. sætinu. DeChamebau hefur verið á ótrúlegu skriði undanfarna mánuði og unnið síðustu þrjú mót af fimm.

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslistanum.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is