Heimslisti karla: Mickelson meðal 50 bestu í 24 ár

Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson náði merkum áfanga í vikunni þegar heimslisti karla var uppfærður. Hann hefur nefnilega verið í einu af 50 efstu sætunum í heil 24 ár í röð.

Mickelson er sá eini í sögu heimslistans sem hefur verið svo lengi samfleytt í topp-50 en listinn var stofnaður árið 1986.

Í nóvember árið 1993 endaði Mickelson í 2. sæti á Casio World Open og komst þá í fyrsta sinn í eitt af 50 efstu sætunum.

Síðan þá hefur hann hæst komist upp í 2. sætið en hann er í dag í 35. sæti.

Hér er hægt að sjá heimslistann í heild sinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is