Heimslisti karla: Koepka efstur | Lítil breyting hjá Garcia

Líkt og greint var frá í morgun var ljóst að Brooks Koepka yrði efsti kylfingur heimslista karla þegar listinn var uppfærður eftir mót helgarinnar.

Koepka fór upp fyrir Justin Rose og Dustin Johnson eftir sigur á CJ Cup og er nú í fyrsta skiptið á ferlinum í efsta sætinu. Nánar er hægt að lesa um efsta sætið með því að smella hér.

Aðrar fréttir af heimslista karla eru þær að Sergio Garcia fór einungis upp um fjögur sæti milli vikna þrátt fyrir sigur á Valderrama Masters mótinu á Evrópumótaröðinni. Garcia situr nú í 27. sæti heimslistans en hann hóf árið í 10. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslista karla.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is