Heimslisti karla: Justin Thomas nálgast toppinn að nýju

Justin Thomas vann í gær sitt fyrsta heimsmót þegar að hann stóð uppi sem sigurvegari á Bridgestone Invitational mótinu. Sigur hans var nokkuð öruggur í gær en hann endaði fjórum höggum á undan næst manni sem var Kyle Stanley.

Við sigurinn kemst Thomas upp í annað sætið á nýjum heimslista sem var birtur í morgun og nálgast hann því toppinn að nýju en hann sat í efsta sætinu í fjórar vikur fyrr á þessu ári. Við það fer Justin Rose niður um eitt sæti og situr nú í því þriðja.

Dustin Johnson er sem fyrr í efsta sætinu og er munurinn á honum og Thomas rétt rúmlega eitt stig. Rory McIlroy fer upp um tvo sæti og er hann kominn í fimmta sætið.

Andrew Putnam sem sigraði á Barracuda meistaramótinu fer upp um 48 sæti milli vikna. Hann var fyrir helgina í 138. sæti en er nú kominn í 90. sætið.