Heimslisti karla: Johnson búinn að jafna við árangur Ballesteros

Nýr heimslisti karla var birtur í nótt og er engin breyting á efstu 10 sætunum. Dustin Johnson situr sem fyrr í efsta sætinu og hefur nú verið þar í 61 viku. Johnson jafnaði þar með við árangur Seve Ballesteros, sem var á sínum tíma í 61 viku í efsta sæti heimslistans.

Dvöl þeirra í efsta sæti heimslistans er sú 5. lengsta frá stofnun listans.

Johnson á enn töluvert í land með að ná efsta manni listans, en Tiger Woods hefur verið í efsta sætinu í samtals 683 vikur. Greg Norman hefur verið næst lengst, en hann var í efsta sæti listans í 331 viku, meira en helmingi minna en Woods.

Listann í heild sinni má sjá hérna.

Alls hafa 20 kylfingar komist í efsta sæti heimslistans frá stofnun hans árið 1986. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá kylfinga sem hafa verið hvað lengst í efsta sætinu.

1. Tiger Woods 683 vikur
2. Greg Norman 331 vika
3. Nick Faldo 97 vikur
4. Rory McIlroy 95 vikur
5-6. Seve Ballesteros 61 vika
5-6. Dustin Johnson 61 vika
7. Luke Donald 56 vikur
8. Jason Day 51 vika
9. Ian Woosnam 50 vikur
10. sæti Nick Price 44 vikur

Ísak Jasonarson
isak@vf.is