Heimslisti karla: Holmes kominn í topp 50

Nýr heimslisti karla var birtur síðastliðinn sunnudag eftir að mótum helgarinnar lauk. Litlar breytingar eru á efstu 10 kylfingunum en aðeins Rory McIlroy og Rickie Fowler hafa sætaskipti. McIlroy situr nú í 8. sæti en Fowler í 9. sæti. 

Sigurvegari helgarinnar á PGA mótaröðinni, J.B. Holmes, fer upp um 58 sæti og er nú aftur á meðal 50 bestu kylfinga heims en á nýjum lista situr hann í 42. sæti. Ryan Fox, sem vann ISPS Handa World Super 6 Perth mótið á Evrópumótaröðinni um helgina, hefur aldrei verið ofar á listanum og situr nú í 66. sæti. Hann fer upp um 19 sæti frá síðustu viku.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið á Nordic Golf mótaröðinni en hann vann sitt fyrsta mót á mótaröðinni um síðustu helgi og er nú kominn í topp 1000 á heimslistanum. Guðmundur fer upp um heil 714 sæti á nýjum lista og situr nú í 936. sæti, sem er hans besti árangur til þessa. 

Hér má sjá listann í heild sinni.