Heimslisti karla: Hatton kominn upp í 17. sæti

Englendingurinn Tyrrell Hatton er kominn upp í 17. sæti heimstlista karla í golfi sem var uppfærður í morgun. Hatton fer upp um 5 sæti á milli vikna eftir sigurinn á Opna ítalska mótinu á Evrópumótaröðinni.

Hatton nálgast nú sinn besta árangur á listanum frá upphafi en hann komst upp í 14. sæti fyrr á árinu.

Hinn sigurvegari helgarinnar, Pat Perez, er hins vegar búinn að ná sínum besta árangri frá upphafi og situr hann nú í 20. sæti eftir sigur sinn á CIMB Classic mótinu. Perez hóf árið í 118. sæti heimslistans en tveir sigrar hafa komið honum upp um tæplega 100 sæti.

Engin breyting varð á 16 efstu sætum heimslistans á uppfærðum lista. Dustin Johnson er enn í efsta sætinu og hefur nú verið þar í 35 vikur.

Hér er hægt að sjá heimslistann í heild sinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is