Heimslisti karla: Fitzpatrick fer upp um 15 sæti

Heimslisti karla í golfi var uppfærður í morgun eftir mót helgarinnar á helstu atvinnumótaröðum heims. Ekki var leikið á PGA mótaröðinni sem útskýrir þær litlu breytingar sem urðu á efstu sætunum en Omega European Masters mótið fór fram á Evrópumótaröðinni.

Engin breyting varð á 10 efstu sætunum. Dustin Johnson situr enn í efsta sæti, tveimur stigum á undan Jordan Spieth sem er annar. Johnson hefur nú verið í efsta sæti heimslistans í 30 vikur.

Matt Fitzpatrick, sem sigraði á Evrópumótaröðinni, fer upp um 15 sæti á heimslistanum en þessi 23 ára gamli Englendingur er nú kominn upp í 33. sæti. Fitzpatrick nálgast sinn besta árangur á heimslistanum en hann hefur hæst komist í 29. sæti.

Hér er hægt að sjá heimslistann í heild sinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is