Heimslisti karla: Dustin Johnson búinn að vera efstur í heilt ár

Nýr heimslisti karla var birtur í gær og varð Dustin Johnson sjöundi kylfingurinn í sögunni til þess að vera í efsta sæti listans í 52 vikur, eða heilt ár. Johnson endaði jafn í öðru sæti á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu og jók því forystu sína. Á nýjum lista er hann með rúmlega 1,6 stiga forystu á Jon Rahm sem situr í öðru sæti listans.

Aðrar breytingar á efstu tíu mönnunum eru þær að Jason Day er kominn upp í áttunda sæti listans, en hann endaði jafn Johnson í öðru sæti í gær. Rory McIlroy fellur svo niður í 10. sæti listans.

Sigurvegari AT&T Pebble Beach Pro-Am mótsins, Ted Potter, Jr. fer upp um 173 sæti og situr nú í 73. sæti listans. Fyrir mótið var hann í 246. sæti.

Kiradech Aphibarnrat sigraði á Super 6 mótinu á Evrópumótaröðinni. Hann er nú í 37. sæti listans, en var fyrir helgina í 53. sæti.

Listann í heild sinni má sjá hérna.