Heimslisti karla: Cameron Smith kominn upp í 28. sæti

Ástralinn Cameron Smith fór upp um fimm sæti milli vikna eftir sigur á Australian PGA Championship sem fór fram um helgina. 

Smith er nú kominn upp í 28. sæti heimslistans og hefur aldrei verið jafn ofarlega.

Jon Rahm, sem sigraði á Hero World Challenge, fór einnig upp sæti á heimslistanum. Rahm fór úr 8. sæti upp í 6. sætið.

Kurt Kitayama er hástökkvari vikunnar en hann fór upp í 198. sæti eftir að hafa verið í 362. sæti fyrir helgi. Kitayama sigraði á AfrAsia Bank Mauritius Open sem fór fram á Evrópumótaröðinni.


10 bestu kylfingar heims samkvæmt heimslista karla.

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslista karla.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is