Heimslisti karla: Andrew Landry tekur stórt stökk

Nýr heimslisti karla var birtur í gær eftir mót helgarinnar og eru engar breytingar á 10 efstu mönnum listans. Dustin Johnson er enn í efsta sætinu og hefur hann nú verið þar í 62 vikur. Hann fer því upp fyrir Seve Ballesteros yfir flestar vikur í efsta sæti heimslistans og er Johnson nú einn í fimmta sæti yfir þá kylfinga sem hafa verið flestar vikur á toppnum.

Sigurvegarar helgarinnar á tveimur stærstu mótaröðunum tóku báðir stórt stökk, þó aðallega Andrew Landry, sigurvegari Valero Texas Open mótsins á PGA mótaröðinni. Hann er eftur sigur helgarinnar í 66. sæti, en var fyrir helgina í 114. sæti og fer hann því upp um 48. sæti.

Alexander Levy er í fyrsta skiptið á meðal 50 efstu. Eftir sigur á Trophee Hassan II mótinu í gær er Levy kominn í 47. sæti heimslistans, en hann var fyrir helgina í 66. sæti.

Listann í heild sinni má nálgast hérna.