Heiða og Kristján Þór klúbbmeistarar GM árið 2018

Heiða Guðnadóttir og Kristján Þór Einarsson fögnuðu í gær sigri á Meistaramóti GM sem fór fram í vikunni. Bæði höfðu þau nokkra yfirburði í þeirra flokkum en leiknir voru fjórir hringir í mótinu í meistaraflokki.

Heiða lék samtals á +42 á hringjunum fjórum og endaði að lokum 11 höggum á undan Örnu Rún Kristjánsdóttur. Þetta er annað árið í röð sem Heiða verður klúbbmeistari GM. Jóna Sigríður Halldórsdóttir endaði í þriðja sæti á +73.


Skorkort Heiðu í mótinu.

Í karlaflokki sigraði Kristján Þór eftir að hafa leikið hringina fjóra samtals á 8 höggum undir pari. Kristján Þór lék sex höggum betur en næsti kylfingur sem var hinn ungi og efnilegi Andri Már Guðmundsson. Kristján hefur nú orðið klúbbmeistari GM þrjú ár í röð. Bandaríski þjálfarinn Peter Henry Bronson endaði svo í þriðja sæti á 2 höggum yfir pari.


Skorkort Kristjáns í mótinu.

Öll nánari úrslit er hægt að nálgast á golf.is.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is