Hefur ekki enn fagnað sigri eftir að hafa verið með forystu fyrir lokahringinn

Írinn Paul Dunne hefur verið í frábæru formi á Opna spænska meistaramótinu sem fer fram á Evrópumótaröð karla í golfi um helgina. Dunne er með eins höggs forystu á næstu menn fyrir lokahringinn en þetta er í þriðja skiptið sem hann er með forystu eftir 54 holur á Evrópumótaröðinni.

Dunne skaust upp á sjónarsviðið árið 2015 þegar hann var með forystu á Opna mótinu fyrir lokahringinn, þá sem áhugakylfingur. Síðan þá hefur hann einnig verið í forystu eftir 54 holur á Trophee Hassan II og loks í móti helgarinnar.

Hingað til hefur Dunne ekki tekist að sigra á móti eftir að hafa verið með forystu á þessum tímapunkti og því verður fróðlegt að fylgjast með honum á sunnudaginn en ljóst er að kappar á borð við Jon Rahm eiga eftir að veita honum harða keppni.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is