Haukadalsvöllur lokaður í sumar

Hinn frábæri Haukadalsvöllur við Geysi verður lokaður í allt sumar vegna slæms veðurfars í vetur sem gerði það að verkum að tjón varð á hluta flatanna og á stórum svæðum vallarins.

Eftirfarandi kemur fram á heimasíðu Golfsambands Íslands:

Haukadalsvöllur við Geysi kól afar illa í vetur sem leið og veturinn reyndist svæðinu óvenju erfiður, tjón varð á stórum hluta flata sem og stórum svæðum vallarins.

Þetta hefur orðið til þess að eigendur og stjórn Golfklúbbsins Geysis hafa tekið þá erfiðu ákvörðun að Haukadalsvöllur verði ekki opnaður í ár til golfleiks.

Búið er að afbóka alla hópa sem hafa átt pantað á völlinn í sumar. Golfsambandi Íslands, vinavöllum/klúbbum verið tilkynnt um stöðu mála.

Fyrir frekari upplýsingar bendum við fólki að senda fyrirspurnum á netfangið info@geysirgolf.is

f.h. Haukadalsvallar

Ísak Jasonarson
isak@vf.is