Háskólagolfið: Tumi Hrafn +13 á GCU Invitational

Tumi Hrafn Kúld og félagar hans í Western Carolina skólanum enduðu í næst neðsta sæti í liðakeppni á GCU Invitational mótinu í bandaríska háskólagolfinu.

Tumi lék fínt golf fyrstu tvo hringina og var samtals á 5 höggum yfir pari þegar kom að lokahringnum í dag sem hann lék á 79 höggum eða 8 höggum yfir pari.

Skor keppenda í mótinu var nokkuð gott og endaði Tumi í 95. sæti í einstaklingskeppninni.

Næsta mót hjá Tuma og Western Carolina skólanum fer fram dagana 1.-2. apríl.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is