Háskólagolfið: Stefán Þór endaði í 27. sæti í fyrsta móti ársins

Stefán Þór Bogason, GR, og liðsfélagar hans í Florida Tech voru meðal keppenda á Titan Winter Invitational mótinu í bandaríska háskólagolfinu dagana 5.-6. febrúar.

Stefán Þór lék ágætlega í mótinu og endaði í 27. sæti á 9 höggum yfir pari í heildina (77, 72 & 76).

Lið Stefáns, Florida Tech, endaði í þriðja sæti í liðakeppninni á 8 höggum yfir pari. Keiser University fór með sigur af hólmi.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is