Háskólagolfið: Stefán lék lokahringinn á 70 höggum

Stefán Þór Bogason, GR, endaði í gær í 23. sæti á Panther Invitational mótinu sem fór fram í bandaríska háskólagolfinu. Stefán lék sérstaklega vel á lokahringnum og kom inn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari.

Stefán, sem lék fyrir B-lið Florida Tech, hafði leikið fyrstu tvo hringina á 13 höggum yfir pari áður en hann lék næst besta hring allra keppenda á lokahringnum.


Skorkort Stefáns á lokahringnum.

B-lið Florida Tech endaði í 7. sæti í liðakeppninni og var Stefán á næst besta skorinu í liðinu.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is