Háskólagolfið: Saga vann sig upp um 12 sæti

Saga Traustadóttir, GR, er búin með tvo hringi á Las Vegas Collegiate mótinu sem er haldið á Boulder Creek vellinum. Mótið er hluti af bandaríska háskólagolfinu.

Saga lék fyrsta hring mótsins á 76 höggum eða 4 höggum yfir pari en bætti sig um fjögur högg milli hringja og kom inn á pari vallarins á öðrum degi. Saga er jöfn í 51. sæti í einstaklingskeppninni fyrir lokahringinn.


Skorkort Sögu.

Lið Sögu, Colorado State, er í 6. sæti í liðakeppninni á parinu.

Las Vegas Collegiate mótið fer fram dagana 21.-23. október. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is