Háskólagolfið: Saga bætti sig um 3 högg milli hringja

Saga Traustadóttir, GR, og liðsfélagar hennar í Colorado State eru á meðal keppenda á Mountain West Conference Championship mótinu í bandaríska háskólagolfinu. Mótið hófst þann 15. apríl og lýkur í dag, 17. apríl.

Eftir tvo hringi er Colorado State í 9. sæti af 9 skólum. Saga hefur leikið hringina á 83 og 80 höggum og er jöfn í 37. sæti í einstaklingskeppninni.


Skorkort Sögu á öðrum keppnisdegi.

Lokahringur mótsins fer fram í dag. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is