Háskólagolfið: Rúnar átti sinn besta hring

Rúnar Arnórsson, afrekskylfingur úr GK, lauk í gær leik á Alister MacKenzie mótinu. Mótið, sem er hluti af háskólagolfinu, fór fram á Meadow Club vellinum í Kaliforníu. Rúnar átti sinn besta hring í gær og endaði hann mótið jafn í 53. sæti, en hann leikur fyrir Háskólann í Minnesota.

Fyrstu tvo hringina, sem fóru fram á mánudaginn, lék Rúnar á samtals fimm höggum yfir pari (74-73). Á lokahringnum lék hann sinn besta hring og kom í hús á 71 höggi, eða pari vallar. Á hringnum fékk hann tvo fugla, tvo skolla og restina pör. 

Lið Rúnars endaði mótið í 11. sæti á samtals tveimur höggum yfir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.