Háskólagolfið: Hlynur bætti sig um þrjú högg

Hlynur Bergsson og félagar hans í North Texas eru búnir með tvo hringi á Tavistock Collegiate Invitational mótinu sem fram fer í bandaríska háskólagolfinu.

Hlynur byrjaði ekki nógu vel en hann lék fyrsta hring mótsins á 79 höggum eða 7 höggum yfir pari. Í gær lék hann svo annan hringinn á 4 höggum yfir pari. Fyrir vikið er Hlynur jafn í 66. sæti í einstaklingskeppninni.


Skorkort Hlyns.

Lið Hlyns, North Texas, er í 15. sæti af 15 liðum í liðakeppni mótsins á 27 höggum yfir pari. Vanderbilt skólinn er efstur á 18 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is