Háskólagolfið: Helga Kristín og félagar MAAC meistarar

Helga Kristín Einarsdóttir, úr Golfklúbbnum Keili, varð í gær MAAC meistari með liði sínu, University of Albany. Mótið, sem er hluti af bandaríska háskólagolfinu, fór fram í Flórída og var leikið á Disney's Magnolia golf vellinum.

Sjálf endaði Helga í öðru sæti í einstaklingskeppninni. Hún lék hringina þrjá á 76-78-74 höggum og var samtals á 12 höggi yfir pari, tveimur höggum frá efsta sætinu.

Lið Helgu endaði á samtals 63 höggum yfir pari, 17 höggum á undan næsta liði. Þetta er annað árið í röð sem Helga vinnur MAAC mótið með liði sínu.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is