Háskólagolfið: Helga Kristín endaði í 4. sæti á Rutgers Invitational

Helga Kristín Einarsdóttir, sem leikur fyrir Albany skólann, endaði í 4. sæti í fyrsta móti tímabilsins í bandaríska háskólagolfinu, Rutgers Invitational.

Helga Kristín lék hringina þrjá samtal á 9 höggum yfir pari og endaði 6 höggum á eftir efsta kylfingi. Þá lék hún frábært golf á öðrum hringnum og kom inn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. 


Skorkort Helgu Kristínar á öðrum hringnum.

Skóli Helgu, Albany, endaði í 4. sæti í liðakeppninni af 11 liðum. 

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is