Háskólagolfið: Hafdís Alda á sínu fyrsta háskólamóti

Hafdís Alda Jóhannesdóttir, afrekskylfingur úr GK, lék um helgina á sínu fyrsta háskólamóti í Bandaríkjunum. Hafdís leikur fyrir IUPUI háskólann sem staðsettur er í Indiana fylki í Bandaríkjunum. 

Mótið sem um ræðir er Redbird Invitational en leiknir voru þrír hringir á tveimur dögum. Hafdís Alda lauk leik á 22 höggum yfir pari en hringina þrjá lék hún á 83 höggum (+11), 77 höggum (+5) og 78 höggum (+6). Hún lauk því leik jöfn í 32. sæti.

Lið IUPI háskólans endaði í 7. sæti af 12 liðum sem tóku þátt, á samtals 74 höggum yfir pari. Í fyrsta sæti, á samtals 50 höggum undir pari var Northern Illinois háskólinn.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.