Háskólagolfið: Gísli lék vel á Louisiana Classics

Þrír íslenskir kylfingar luku í gær leik á Louisiana Classics mótinu sem er hluti af bandaríska háskólagolfinu. Bjarki Pétursson og Gísli Sveinbergsson léku fyrir skóla Kent State og Björn Óskar Guðjónsson var í liði heimamanna í Louisiana Lafayette.

Gísli lék best af íslensku kylfingunum í mótinu og endaði í 21. sæti á höggi undir pari í heildina. Á lokahringnum fékk Gísli alls fjóra fugla og þrjá skolla og kom inn á 71 höggi.

Bjarki endaði í 46. sæti á fjórum höggum yfir pari. Lið þeirra, Kent State, endaði í þriðja sæti í liðakeppninni.

Björn Óskar lék á 7 höggum yfir pari í mótinu og endaði í 63. sæti. Louisiana liðið endaði í 11. sæti í liðakeppninni á 10 höggum yfir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.


Bjarki Pétursson.


Björn Óskar Guðjónsson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is