Háskólagolfið: Gísli endaði í 17. sæti á Robert Kepler Intercollegiate

Bjarki Pétursson og Gísli Sveinbergsson og liðsfélagar þeirra í Kent State voru meðal keppenda á Robert Kepler Intercollegiate mótinu í bandaríska háskólagolfinu dagana 21.-22. apríl.

Mótið fór fram á Scarlet golfvellinum í Ohio fylki og voru 16 lið meðal keppenda.

Gísli náði næst bestum árangri í sínu liði þegar hann endaði í 17. sæti í einstaklingskeppninni á 5 höggum yfir pari í heildina. Gísli var á parinu eftir tvo hringi en lék þann síðasta á 5 höggum yfir pari. Bjarki lék hringina þrjá á 10 höggum yfir pari í heildina og endaði í 34. sæti.

Lið strákanna, Kent State, endaði í 5. sæti í liðakeppninni á 21 höggi yfir pari. Purdue háskólinn stóð uppi sem sigurvegari á 3 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.


Bjarki Pétursson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is