Háskólagolfið: Gísli, Bjarki og Hlynur með í Suður-Karólínu

Bjarki Pétursson, Gísli Sveinbergsson og Hlynur Bergsson hófu í gær leik á General Hackler Championship mótinu sem er hluti af bandaríska háskólagolfinu.

Gísli byrjaði best af íslenska hópnum og er í 48. sæti í einstaklingskeppninni á 3 höggum yfir pari eftir tvo hringi.

Bjarki er tveimur höggum á eftir liðsfélaga sínum í 56. sæti í einstaklingskeppninni. Lið þeirra, Kent State, er í 11. sæti í liðakeppninni.

Hlynur, sem leikur fyrir North Texas skólann, er í 63. sæti á 6 höggum yfir pari. Liðið hans er í 12. sæti fyrir lokahringinn sem fer fram í dag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Hlynur Bergsson.


Bjarki Pétursson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is