Háskólagolfið: Gísli, Bjarki og félagar í 6. sæti á Myrtle Beach

Bjarki Pétursson, GB, og Gísli Sveinbergsson, GK, voru meðal keppenda á General Hackler golfmótinu sem fram fór í Suður-Karólínu dagana 10.-11. mars en þeir leika báðir fyrir Kent State háskólann.

Gísli lék hringina þrjá samtals á 4 höggum yfir pari og endaði í 35. sæti í einstaklingskeppninni. Bjarki lék 5 höggum verr og endaði í 53. sæti. 

Kent State endaði í 6. sæti í liðakeppninni á 10 höggum yfir pari í heildina. Liðsmenn skólans léku mjög vel á lokahringnum eða 6 höggum undir pari. Georgia Tech skólinn fagnaði sigri á 16 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is