Háskólagolfið: Eva Karen endaði í 18. sæti á Spring Break Shootout

Eva Karen Björnsdóttir, GR, og félagar hennar í ULM voru á meðal keppenda á Spring Break Shootout mótinu sem fór fram í bandaríska háskólagolfinu dagana 11.-12. mars.

Eva Karen lék vel í mótinu og endaði í 18. sæti í einstaklingskeppninni á 7 höggum yfir pari í heildina. 

Skorkort hennar frá lokahringnum má sjá hér fyrir neðan þar sem hún endaði á höggi yfir pari.

Lið Evu, ULM, endaði í 7. sæti í liðakeppninni á 31 höggi yfir pari og var Eva á besta skorinu í sínu liði.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is