Háskólagolfið: Erfiður lokahringur hjá Rúnari

Rúnar Arnórsson, sem leikur fyrir Háskólann í Minnesota, lauk í gær leik á Hawkeye Invitational mótinu. Leika átti tvo hringi í gær, en vegna slæms veðurs var aðeins hægt að leika einn hring.

Hringinn lék Rúnar á 81 höggi. Á hringnum fékk hann tvo fugla, sjö skolla, tvo tvöfalda skolla og restina pör. Hann lauk því leik á samtals sjö höggum yfir pari og endaði jafn í 26. sæti.

Rúnar og liðsfélagar hans enduðu jafnir í sjötta sæti á samtals 26 höggum yfir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.