Háskólagolfið: Egill Ragnar endaði í 64. sæti í Texas

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, var meðal keppenda á The All American háskólamótinu sem fór fram í Texas dagana 16.-18. febrúar.

Egill, sem varð Íslandsmeistari í holukeppni í fyrra, lék hringina þrjá á 6 höggum yfir pari og endaði jafn í 64. sæti í einstaklingskeppninni.

Lið hans, Georgia State, endaði í 15. sæti í liðakeppninni á 10 höggum yfir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is