Háskólagolfið: Björn Óskar við keppni í Mississippi

Björn Óskar Guðjónsson og félagar hans í Louisiana Lafayette hófu í gær leik á Old Waverly Collegiate Championship sem fer fram í bandaríska háskólagolfinu.

Björn Óskar náði sér ekki almennilega á strik á fyrsta degi mótsins en eftir tvo hringi er hann samtals á 15 höggum yfir pari (82,77). Fyrir vikið er Björn jafn í 72. sæti í einstaklingskeppninni.


Skorkort Björns.

Lið Björns, Louisiana Lafayette, er í 13. sæti fyrir lokahring mótsins sem fer fram í dag, þriðjudag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is