Háskólagolfið: Björn Óskar lék vel í Alabama

Björn Óskar Guðjónsson, GM, var meðal keppenda á Mobile Sports Authority mótinu í bandaríska háskólagolfinu dagana 12.-13. febrúar. Leikið var í Alabama á Magnolia Grove.

Leiknir voru þrír hringir í mótinu á tveimur dögum. Björn Óskar lék samtals á 3 höggum yfir pari og endaði í 25. sæti. Á lokahring mótsins var Björn kominn á eitt högg undir par í heildina en slæmur lokakafli, þar sem hann lék á 4 höggum yfir pari, gerði honum erfitt fyrir. 


Skorkort Björns á lokahringnum.

Alls lék 80 kylfingar í mótinu frá 16 skólum. Florida State skólinn hafði nokkra yfirburði og endaði sem sigurvegari á 30 höggum undir pari. Lið Björns, Louisiana Lafayette endaði í 7. sæti á 20 höggum yfir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is