Háskólagolfið: Björn Óskar lék lokahringinn í Texas á parinu

Björn Óskar Guðjónsson og liðsfélagar hans í Louisiana Lafayette háskólanum voru meðal keppenda á Border Olympics mótinu sem fram fór í bandaríska háskólagolfinu dagana 9.-10. mars.

Björn Óskar lék hringina þrjá á 12 höggum yfir pari en eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á 78 höggum lék hann lokahringinn á parinu og kom sér upp um nokkur sæti. Björn Óskar endaði mótið í 87. sæti í einstaklingskeppninni.

Lið Björns endaði í 13. sæti í liðakeppninni á 8 höggum yfir pari í heildina og áttu einn besta lokadaginn þegar þeir léku á 8 höggum undir pari. Campbell skólinn fagnaði sigri á  21 höggi undir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is