Háskólagolfið: Björn Óskar lauk leik í Tennessee

Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr GM, lauk í gær leik á FAMC Intercollegiate mótinu, en mótið hluti af háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Björn Óskar lauk leik í 61. sæti á samtals 21 höggi yfir pari. 

Björn Óskar er á sínu fyrsta ári og leikur hann fyrir Louisiana Lafayette. Hann átti erfiðan fyrsta hring og kom í hús á 86 höggum, eða 14 höggum yfir pari. Björn bætti sig aftur á móti um 10 högg á öðrum hring og kom hann í hús á 76 höggum, þar sem hann fór meðal annars holu í höggi á þriðju holunni. Besti hringurinn kom svo í gær þar sem að hann lék á 75 höggum. 

Lið hans endaði í 10. sæti á samtals 48 höggum yfir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.