Háskólagolfið: Björn Óskar fór holu í höggi í Tennessee

Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr GM, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á öðrum hringnum á FAMC Intercollegiate mótinu sem fer fram í bandaríska háskólagolfinu.

Björn Óskar, sem leikur á sínu fyrsta tímabili fyrir Louisiana Lafayette skólann, fór holu í höggi á tæplega 190 metra langri par 3 holu á öðrum hringnum sem hann lék á 76 höggum.


Mynd: Instagram síða Björns Óskars.

Keppni á FAMC Intercollegiate mótinu hófst á sunnudaginn og klárast mótið í dag, þriðjudag. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is