Háskólagolfið: Björn Óskar endaði í 45. sæti

Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr GM, lauk í gær leik á sínu fyrsta háskólamóti í Bandaríkjunum, en hann leikur fyrir Louisiana Lafayette háskólann sem staðsettur er í Louisiana fylki í Bandaríkjunum. 

Björn Óskar lék á The Sam Hall Intercollegiate mótinu sem fram fór í Mississippi fylki, en leiknir voru þrír hringir á tveimur dögum. Hann lauk leik á samtals 11 höggum yfir pari, en hringina þrjá lék hann á 74 höggum (+3), 78 höggum (+7) og 72 höggum (+1), og endaði þar með jafn í 45. sæti.

Lið Louisiana Lafayette endaði í 9. sæti af 12 liðum sem tóku þátt, á samtals 28 höggum yfir pari. Tvö lið enduði jöfn í fyrsta sæti á samtals 5 höggum yfir pari, en það voru lið Sam Houston State háskólans og UT Arlington háskólans.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.