Háskólagolfið: Bjarki og Gísli og félagar í Kent State sigruðu

Eins og kom fram í gær þá hófu þeir Bjarki Pétursson og Gísli Sveinbergsson, sem báðir leika fyrir Kent State Háskólann, leik á Boilermaker Invitational mótinu. Mótið er hluti af háskólagolfinu í Bandaríkjunum.

Eftir fyrstu tvo hringina voru bæði Bjarki og Gísli jafnir í 12. sæti á einu höggi yfir pari. Lið þeirra, Kent State, var einnig í góðum málum í efsta sæti ásamt Northwestern Háskólanum.

Vegna slæms veðurs í gær var ákveðið að aflýsa síðasta hringnum og enduðu því strákarnir á að sigra liðakeppnina og urðu þeir báðir jafnir í 12. sæti í einstaklingskeppninni.

Lesa má nánar um fyrsta daginn hérna.