Háskólagolfið: Bjarki, Gísli og félagar í Kent State í þriðja sæti eftir einn hring

Bjarki Pétursson og Gísli Sveinbergsson, sem báðir leika fyrir Kent State Háskólann, hafa lokið við einn hring á Kissimmee mótinu og er lið þeirra í þriðja sæti eftir hringinn. Mótið er eitt af svæðisúrslitamótum háskólamótaraðarinnar í golfi í Bandaríkjunum. 

Bjarki lék fyrsta hringinn á 79 höggum, eða sjö höggum yfir pari. Hann náði sér aldrei á strik á fyrsta hringnum, en á fyrri níu holunum fékk hann fjóra skolla og einn fugl. Á síðari níu holunum fékk hann tvo skolla og einn skramba. Hann er eftir hringinn jafn í 71. sæti.

Gísli lék nokkuð vel á hringnum og kom í hús á 71 höggi, eða einu höggi undir pari. Hann spilaði mjög stöðugt golf, en á fyrri níu holunum fékk hann einn fugl og einn skramba. Á síðari níu holunum fékk hann aðeins tvo fugla og restina par. Hann er jafn í 21. sæti eftir hringinn.

Lið þeirra félaga er samtals á átta höggum undir pari. Þeir eru einir í þriðja sæti, fjórum höggum á eftir efstu liðunum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.