Háskólagolfið: Arnar Geir endaði í 2. sæti í síðasta móti ársins

Arnar Geir Hjartarson, GSS, lék dagana 15.-16. október í Lindenwood Belleville Invite mótinu sem fram fór í bandaríska háskólagolfinu. Leikið var á Stonewood golfvellinum sem hannaður er af Jack Nicklaus.

Arnar Geir lék vel í mótinu við erfiðar aðstæður og endaði í 2. sæti á 8 höggum yfir pari. Hann endaði að lokum 5 höggum á eftir Jonathan Graf sem fagnaði sigri.

Lið Arnars, Missouri Valley College, endaði í efsta sæti í liðakeppninni á 33 höggum yfir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Lið Arnars leikur næst í golfmóti í háskólagolfinu í mars árið 2019 þar sem farið er að kólna vel í Missouri. Þetta var því síðasta mót þeirra félaganna á árinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is